news

Gjöf frá Menntamálastofnun

30. 04. 2019

  • Í dag fóru tveir elstu árgangarnir niður í Safnahús og tóku við gjöf sem Menntamálastofnun gaf öllum leikskólum á landinu í samstarfi við Lions hreyfinguna. Börnin fengu einnig kynningu á bókasafninu og hlutverki þess. Í pakkanum leyndust spjöld með bókstöfum sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt ásamt hreyfispili, tónlistarleikjum og léttlestrarbókum. Afhending námsefnisins er liður í Þjóðarsáttmála um læsi og mun gjöfin nýtast vel hér á Klettaborg til efla mál og læsi hjá börnunum í leikskólanum.

© 2016 - 2019 Karellen