news

Útskrift elstu barna

17. 05. 2019

Í gær útskrifum við formlega 14 einstaklega flotta leiðtoga. Þau buðu til veislu þar sem þau sýndu gestum leikrit sem byggt var á Egilssögu með nútímaívafi. Í vetur kom Daði Freyr danskennari til okkar og völdu börnin einn dans úr þeirri kennslu til að sýna, ásamt því að syngja leiðtogalagið og mottumarslagið með nýjum texta sem fæddist í einni gönguferðinni í mars. Að lokum fengu þau afhent leiðtogabókina sína.

Einstaklega glæsilegur hópur sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

© 2016 - 2019 Karellen