news

42 ára afmæli leikskólans

08. 10. 2020

Á morgun, föstudag ætlum við að halda uppá afmæli leikskólans, en þann 11. október eru 42 ár síðan Klettaborg tók til starfa sem 2ja deilda leikskóli, síðan hefur tvisvar verið byggt við árin 1991 og 2004.

Eins og ákveðið var á krakkafundi um daginn ætlum við að hafa búningadag á morgun og börnin mega því koma í búningum í leikskólann. Auk þess verður diskótek á útileiksvæðinu, hamborgarapartý í hádeginu og óvænt atriði sem kemur í ljós á morgun.

Hér eru nokkrar myndir frá afmælisdeginum:

Sjónarhóll fór í göngutúr um morguninn og fundu þau Blæ vináttubangsa úti í skógi í þeirri ferð.

Eitthvað að villast greyið ;)

Þau komu kát með hann heim í Klettaborg og færðu öllum börnum leikskólans litlu Blæ bangsana sína.

Þriðji bekkur grunnskólans í Borgarnesi kíkti við í garðinum okkar þennan dag og voru svo sæt að syngja fyrir okkur afmælissönginn :)

Góður afmælisdagur í Klettaborginni

© 2016 - 2021 Karellen