Karellen
news

APRÍL

30. 04. 2021

Í apríl hefur ýmislegt verið brasað hér í Klettaborg. Veðrið hefur leikið við okkur og við höfum nýtt það til mikillar útiveru bæði hér innan garðs og í vettvangsferðir.

Krakkarnir á Sjónarhóli skelltu sér í bekkuna við Bjarg meðan snjórinn var enn hjá okkur.

Hugrekkisæfingar í göngutúrum, mismunandi að styrkleika eftir aldri og þroska.


Kassar eru mjög geta verið mjög skemmtilegt leikefni


Þann 9. apríl héldum við upp á Leiðtogadaginn okkar. Börnin völdu að hafa búningadag og hamborgara í hádegismatinn. Komum saman inn í sal í söngstund og svo ball í salnum.

Góður dagur hjá okkur :)

Síðustu vinnustundir vetrarins voru í apríl og fóru allir á Kattholti út í Vigdísarlund í síðustu vinnustundina.

Þar var lestrarstund og leikið t.d. með fallhlífina.

Sannarlega góð stund.

Við settum líka niður fræ og ætlum svo að fylgjast með hvort upp af þeim spretti ekki falleg tré í framtíðinni.

Skólahópurinn tók svo þátt í plokkdeginum (aðeins á undan) og hreinsuðu í kringum leikskólann.

Við enduðum mánuðinn svo á rugldegi. Þar sem ýmislegt ruglað var gert, t.d. borða seríos úr glasi, jólaball og út að hlaupa í morgunleikfiminni.

Góður mánuður hjá okkur og við tökum svo spennt á móti maí :)



© 2016 - 2024 Karellen