news

Baráttudagur gegn einelti

08. 11. 2019

Í dag var söngstund í sal eins og flesta föstudaga hjá okkur. En þá koma allar deildir leikskólans saman í salnum og syngja saman við gítarundirleik.

Í dag er baráttudagur gegn einelti og af því tilefni var vináttubangsanum Blæ boðið með okkur í salinn. En Vináttu verkefnið hans snýst einmitt um að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum.

Sungin voru nokkur lög og svo fengu öll börnin knús frá Blæ í lokin.

"Börn læra það sem fyrir þeim er haft" og "aðgát skal höfð í nærveru sálar" eru orðatiltæki sem eru í góðu gildi. Því skiptir máli að þeir fullorðnu séu fyrirmyndir barnanna í orði og verki og þeir gæti að því hvernig þeir tala um önnur börn og foreldra þeirra í návist barna sinna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum sem þau búa við og ekki á að mismuna þeim sökum þess.© 2016 - 2020 Karellen