news

Dagur íslenskrar tungu

15. 11. 2019

Í dag komu nemendur í 4. bekk grunnskóla Borgarness til okkar og lásu fyrir börnin í samverstund. Er þetta hefð sem hefur skapast í samstarfi við grunnskólann í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er núna á laugardaginn þann 16. nóvember. Allir stóðu sig mjög vel við lesturinn og svo tóku þau þátt í söngstund í sal með okkur.

Þökkum þessum duglegu krökkum kærlega fyrir skemmtilega samveru.

Hann Lubbi okkar á líka afmæli þann 16. nóvember og hélt upp á tíu ára afmælið sitt í dag.

Við sungum fyrir hann og hann fékk að sitja í gull afmælisstólnum.

© 2016 - 2020 Karellen