Karellen
news

Dagur læsis

08. 09. 2020

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1965 helgað 8. september málefnum læsis, en læsi er skilgreint sem lestur, hlustun, tal og ritun. Í yfirlýsingu frá UNESCO, menningar og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, segir að læsi teljist til grunnlífsleikni. Læsi er að sönnu kjarni alls náms og er undirstaða hverrar kennslustundar, þannig að í raun má segja að hver og einn dagur sé dagur læsis.


Í dag af tilefni degi læsis fengu öll börn í Klettaborg afhent bókasafnskort frá Safnahúsi Borgarfjarðar. Elstu börn leikskólans fóru í göngutúr á Safnahúsið í dag og sóttu bókasafnskortin og fengu í leiðinni að skoða bækur og ræða við Sævar Inga á bókasafninu. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að fara á safnið og velja bækur til að lesa saman.

Lestur bóka og umræður um efni þeirra er mikilvægur þáttur í málörvun barna.


dagur læsis.pdf

© 2016 - 2024 Karellen