news

Desember

11. 12. 2019

Í desembermánuði er aðaláherslan á að halda okkar rútínu í leikskólanum. Reynum að skapa notalegt andrúmsloft og forðumst allt stress og streitu. Hlustum á og syngjum jólalög og töluvert spjallað um jólasveinana. Börnin á eldri deildum eru mikið að perla og föndra ýmislegt jólalegt. Svo erum við dugleg að leika okkur úti þegar veður leyfir.

Mánudaginn 9. desember fengum við til okkar leikkonuna Þórdísi Arnljótsdóttur með sýninguna sína "Leikhús í tösku". Mjög skemmtileg sýning um grýlu og jólasveinana. Foreldrafélagið bauð okkur upp á þessa sýningu.


Þriðjudaginn 10. desember fóru þrír elstu árgangar leikskólans með rútu og sungu á Dvalarheimilinu. Árviss atburður hjá okkur og alltaf jafn ánægjulegur.

Fimmtudaginn 19. desember eru litlu jólin. Jólaball verður fyrir hádegið en vegna plássleysis getum við því miður ekki boðið foreldrum að dansa með okkur. En þeim verður boðið á jólakaffihús þann sama dag milli kl. 15-16.


atburdadagatal des19.pdf


© 2016 - 2020 Karellen