Karellen
news

Febrúar

02. 03. 2020

Tíminn líður hratt og nú er febrúar liðinn. Ýmislegt skemmtilegt hefur verið brasað í leikskólanum í þessum nýliðna mánuði. Við kynntumst allskonar veðráttu og það skapaði fjölbreytt tækifæri til leiks í útiverunni.

Í vinnustundum er unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast námssviðum leikskóla. Börnin eru í aldursskiptum hópum og fara t.d. í tónlist, hreyfingu, sköpun og fleira.

Í Lubbastundum hefur verið unnið með málhljóðin o,i og p á ýmsan hátt, t.d. búin til seríormur, iljarnar málaðar og pappírspésagerð.


Við settum upp tjald á Sjónarhóli sem á að vera kósýhorn þar sem börnin geta hvílt sig frá áreiti í smá stund og slakað á. En inn á leikskóla er oft mikið áreiti og læti þó að við gerum ýmislegt til að bæta hljóðvist. Því er gott að geta dregið sig í hlé í smástund og koma endurnærður tilbaka í leikinn aftur.

Við erum semsagt búin að hafa það mjög gott í leikskólanum í febrúar í hinum ýmsu verkefnum og við leik bæði úti og inni.

Tökum svo bara fagnandi á móti mars :)

© 2016 - 2024 Karellen