Karellen
news

Heilsuefling og útisvæði

28. 05. 2021

Síðustu vikurnar hefur starfsfólk Klettaborgar verið hvatt til að hjóla eða ganga til vinnu ef það hefur tök á eða stunda aðra hreyfingu en þetta er liður í heilsueflingu Klettaborgar.

Í gær afhenti Dóra, sem sér um heilsueflinguna hjá okkur, starfsmönnum smá glaðning fyrir góða þátttöku í verkefninu og hvatti fólk til að halda áfram að vera duglegt að hreyfa sig.

Og til þess að hvetja einnig börn og foreldra til að hreyfa sig fara börnin heim með hreyfidagbók í dag.


Í gær, fimmtudaginn 27. maí komu svo starfsmenn saman á útisvæðinu okkar eftir lokun leikskólans og máluðu allskonar þrautabrautir og skraut á stéttir og leiktæki. Með það í huga að hvetja börnin til hreyfingar og leikja í útiverunni.

Þetta var æðislega skemmtileg stund og sannar einu sinni enn að

saman getum við meira.


Það gladdi okkur líka ótrúlega mikið að sjá hvað börnin voru spennt fyrir þessu þegar þau fóru í útiveruna.


© 2016 - 2024 Karellen