news

Íþróttahús

10. 02. 2021

Elstu börnin okkar hér í Klettaborg sem eru fædd árið 2015 voru aldeilis glöð í dag að komast aftur í íþróttahúsið eftir smá Covid pásu.

En elsti hópur leikskólans hefur haft aðgang að íþróttahúsinu einu sinni í viku í nokkur ár og þar hafa elstu árgangar Klettaborgar og Uglukletts leikið saman einu sinni í viku. Mjög mikilvægur undirbúningur fyrir grunnskólagönguna.

Nú fyrst um sinn ætlum við ekki að blanda hópunum saman, heldur skiptast á vikulega að fá aðgang að íþróttasalnum en hver veit hvað verður þegar lengra líður á veturinn.

Vonandi verður hægt að auka samstarfið fljótlega og hefja einnig grunnskólaheimsóknir sem frestað hefur verið vegna ástandsins.

Svo er nú líka alltaf gaman að fá að ferðast með rútu.

Frábær dagur og duglegir krakkar sem stóðu sig svo vel og skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2021 Karellen