Karellen
news

Janúar

28. 01. 2020

Janúarmánuður hefur einkennst af óvenju leiðinlegu veðri, endalausum lægðagangi og óvenju mörgum innidögum hjá okkur. Við höfum þó bara haft það gott við leik og störf í leikskólanum. Föstudaginn 17. janúar var Dimmi dagurinn hér í Borgarnesi og komu öll börnin með vasaljós að heiman og léku með þau bæði úti og inni. Börnin af Sjónarhóli fóru í myrkragöngu inn í Bjargsskóg og fengu heitt kakó og bakkelsi. Mjög skemmtilegt og frábært framtak sem gaman er að taka þátt í.


Þann 24. janúar vorum við með Þorragleði en það er hefð hjá okkur á Bóndadeginum. Börnin voru með víkingahjálma sem þau bjuggu til, borðuðum grjónagraut og slátur, harðfisk, sviðasultu o.fl. þorrasmakk í hádeginu. Ræddum gamla tíma og skoðuðum gamla muni, sungum og hlustuðum á Þorraþrælinn og fleiri gömul og góð lög og börnin á Kattholti æfðu sig í að taka víkingaklappið og stóðu sig sannarlega vel í því.

Við ætlum svo að enda janúar á dótadegi, föstudaginn 31.janúar. En þá mega allir koma með eitt dót að heiman í leikskólann.

© 2016 - 2024 Karellen