news

Klettaborg opnar aftur

13. 04. 2020


Á morgun þriðjudaginn 14. apríl opnum við Klettaborg aftur að lokinni sóttkví og páskafríi.

Eins og fram hefur komið verður byrjað á að opna fyrir börn foreldra í forgangshópum og munum við á fyrstu dögunum gera skipulag um að önnur börn mæti þegar allt starfsfólkið er mætt til vinnu.

Gera má ráð fyrir að skipulag á mætingu barna verði með svipuðum hætti og það var um miðjan mars. Að öðru leyti verður starfið skipulagt með tilliti til aðstæðna hverju sinni og mun taka mið af þeim leiðbeiningum sem okkur er ætlað að fylgja og tilmælum til foreldra leikskólabarna í Borgarbyggð frá 16. mars.

Athugið að opnunartíminn verður áfram kl. 8.00-16.00 og eru foreldrar beðnir um að koma með útiföt eftir veðri á hverjum degi og takmarka fatnað/skófatnað eins og hægt er, einnig að tæma fatahólfið daglega vegna þrifa.

Við hlökkum til að sjá alla aftur.

© 2016 - 2021 Karellen