news

LITLU JÓLIN

18. 12. 2020

Í gær þann 17. desember voru litlu jólin hjá okkur hér í Klettaborg.

Við áttum góðan dag saman, spariklædd og í jólaskapinu okkar.

Inn á deildum var jólasamvera eftir ávaxtastund og svo glöddu okkur skemmtilegir sveinar sem sprelluðu fyrir krakkana út í garði og börnin fylgdust með í gluggunum. Þeir skildu svo eftir glaðning handa börnunum sem þau fóru með heim ásamt pakkanum sem þau gefa foreldrum sínum.

Svo dönsuðum við í kringum jólatréið og borðuðum lambalæri með öllu tilheyrandi meðlæti.

Góður dagur og myndirnar segja meira en mörg orð.

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

© 2016 - 2021 Karellen