Karellen
news

Lubbafréttir

22. 10. 2019

Málhljóð vikunnar hjá Lubba er Í í.

Aðaláhersla hjá Lubba þessa vikuna hjá eldri börnunum (3-6 ára) er að vinna með samsett orð. En það er einn þáttur hljóðkerfisvitundar sem gott er að æfa sem undirbúning undir áframhaldandi lestrarnám. Lubba fannst tilvalið að nota í vikuna í samsett orð því hægt er móta svo mörg samsett orð með orðinu ís : ísland, ísbjörn, ísbíll, íspinni o.fl.


Við skoðum einnig fleiri samsett orð og reynum að koma þeim að í sem flestum stundum dagsins.

Við matarborðið: matardiskur, hnífapör, fiskibollur, kindakæfa o.fl.

Í fataklefa: kuldagalli, lopapeysa, ullarsokkar, o.fl.

Hvetjum ykkur foreldra til að vera með okkur í þessu. Þetta er t.d. skemmtilegur leikur í bílnum, það er hægt að sjá ýmislegt út um gluggann, t.d. umferðarskilti, hraðahindrun, dvalarheimili, leikskóla o.fl.

Við reynum semsagt að láta þau móta eitt orð úr tveimur orðum. „Hvaða orð verður til ef ég segi ís og bíll, ísbíll.

Þegar þau eru búin að ná færni í þessu er hægt að flækja málin aðeins og segja :

Hvaða orð verður eftir ef ég tek ís af Ísland“.

Við leikum okkur semsagt með málið okkar, aukum orðaforða og erum á þennan hátt að búa þau undir áframhaldandi lestrarnám.

Með yngri börnunum erum við að lesa og syngja mikið og setja orð á hluti og athafnir og hvetja þau til að tala líka.

Málörvun er málið :)

© 2016 - 2024 Karellen