news

Sumarhátíð

16. 06. 2020

Í dag 16. júní héldum við árlega sumarhátíð okkar hér í Klettaborginni. Í þetta skiptið vorum við með sullu og froðuþema í útiverunni. Allskonar sullustöðvar voru í boði, brunaslangan notuð, vatnsrennibraut útbúin, sápukúlur, froðusull og fleira gaman sem vakti mikla gleði. Eins og gefur að skilja urðu margir blautir eftir fjörið og nú komu aukafötin í kössunum sko að góðum notum. Veðrið var svo í liði með okkur og sólin fór að skína á okkur eftir hádegið og því gátum við farið léttklæddari út eftir hádegið.

Endilega skoðið myndirnar því þær segja sko meira en mörg orð.

GÓÐUR DAGUR :)

© 2016 - 2020 Karellen