news

Útskriftarhópur

05. 06. 2020

Nú í maí hafa börnin í útskriftarhópnum okkar verið þrjá mánudagsmorgna í UMSB húsinu niðri við íþróttavöll. Er þetta hluti af undirbúningi fyrir komandi grunnskólagöngu. Mjög gaman fyrir þau að fá að kynnast því svæði sem kemur til með að verða þeirra leiksvæði að hluta til næsta vetur. Þau hafa notið þess að leika sér á ærslabelgnum og farið upp á Bjössaróló, heimsókn á safnahúsið o.fl.

Vorskólinn var 19. og 20. maí. Þá voru þau tvo morgna í grunnskólanum með tilvonandi kennurum sínum ásamt börnunum í útskriftarhópi Uglukletts sem verða bekkjarfélagar þeirra í haust. En þau hafi einnig hist og kynnst í sameiginlegum tímum á miðvikudögum í íþróttahúsinu í vetur.

Föstudaginn 22. maí fóru þau í útskriftarferð í Vatnaskóg ásamt útskriftarhópum Andabæjar og Hnoðrabóls.

Þar skemmtu þau sér konunglega í skógargönguferðum, bátssiglingum, hoppuköstulum o.fl.

Í gær fimmtudaginn 4. júní var svo útskriftin þar sem þau sýndu leikrit, sungu og dönsuðu og fengu afhentar leiðtogabækurnar sínar. Dásamleg stund sem var full af gleði og þau létu svo sannarlega ljós sitt skína. Þökkum þeim svo sannarlega fyrir samveruna á liðnum árum og óskum þeim góðs gengis við áframhaldandi skólagöngu.

© 2016 - 2020 Karellen