Hvað er „Leiðtoginn í mér“ (The Leader in Me)

Leiðtoginn í mér (LÍM) er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“. Í LÍM er markvisst unnið að því að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Tilgangurinn er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. LÍM snýst ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra, hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða sá besti sem hann getur orðið. Í grunninn byggir LÍM upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks.

Hvað getur „Leiðtoginn í mér“ gert fyrir okkur?

 • Leiðtogaprógramm fyrir alla skóla
  • – Byggt á 7 Habits for Highly Effective People
 • Eflir leiðtogafærni nemenda og starfsfólks
  • –Efling á félagslegri færni nemenda
  • –Aukin tilfinningagreind
  • –Aukin færni í mannlegum samskiptum
  • –Bættur námsárangur
  • –Viljinn til að taka þátt í leik og starfi virkjaður
  • –Aukin starfsgleði
  • –Skilvirkari vinnubrögð starfsmanna
  • –Öruggt og hvetjandi skólaumhverfi þar sem hver og einn fær að njóta sín

Nánar: http://www.theleaderinme.org/what-is-the-leader-in-me/.


Nánar um venjurnar 7:

venja 1.pdf venja 2.pdf venja 3.pdf venja 4.pdf venja 5.pdf venja 6.pdf venja 7.pdf grunnur.pdf tilnningabankinn.pdf

Í leiðtogaverkefninu er unnið með áhrifahringurinn en hegðun okkar byggist á ákvörðunum og gildum okkar en ekki aðstæðum. Hugtakið áhrifahringur (e. Circle of influence) er notað um það sem við höfum áhrif á (inni í hringnum) og það sem við höfum ekki áhrif á (fyrir utan hringinn). Til dæmis láta sumir veðrið (aðstæður) hafa áhrif á skap sitt, ef veðrið er slæmt er viðkomandi í slæmu skapi. En veðrið er ekki inni í áhrifahringnum því ekki er hægt að hafa áhrif á það, en einstaklingur getur haft áhrif á það hvernig hann bregst við veðrinu, búið til sín eigin gildi gagnvart veðrinu (ég ætla ekki að láta veðrið hafa áhrif á mig). Við sjálf höfum frumkvæði og ábyrgð á að láta hlutina gerast. Hér er hægt að sjá áhrifahringinn ahrifahringurinn .pdf

© 2016 - 2021 Karellen