Karellen
news

Afmæli Klettaborgar

14. 10. 2021

Klettaborgin okkar átti afmæli síðastliðinn mánudag þann 11. október.

Við gerðum okkur auðvitað glaðan dag í tilefni þess.

Á krakkafundi komu börnin með sínar hugmyndir fyrir daginn og var hægt að verða við flestum þeirra óskum.

Þau vildu skreyta með blöðrum og hafa blöðruball í salnum, setja upp fánann og auðvitað var ósk um afmælisköku. Thelma tók vel í óskina um að baka köku fyrir okkur og við snæddum hana hress og kát í síðdegishressingunni ;)

Steinunn fékk góða aðstoð með fánann frá duglegum hjálparleiðtogum.

Líf og fjör á blöðruballi.

Í útiverunni sungum við afmælissönginn fyrir Klettaborgina og gáfum henni gott afmælishópknús ;)

Blær kom tilbaka til okkar úr sumarfríi og fagnaði afmælinu með okkur.

Sum börnin voru búin að búa sér til kórónur í tilefni dagsins.

Fallegur og góður afmælisdagur.

Til hamingju með daginn kæra Klettaborg

© 2016 - 2024 Karellen