Karellen
news

Janúarfréttir

11. 02. 2022

Nú er komið nýtt ár sem við tökum á móti með gleði.

Það er alltaf nóg að gera hér í Klettaborg og hér er smá innlit inn í janúarmánuð.

Dimmi dagurinn var þann 14. janúar. Þá reyndum við að spara við okkur rafmagnið og elstu tveir árgangarnir fóru í vasaljósagöngu inn í Bjargsskóg í leit af tröllum.

Mjög gaman fyrir bæði börn og kennara.

Það var líka farið í ýmsar fleiri vettvangsferðir. Það er alltaf mjög gaman að viðra sig út fyrir leikskólalóðina og margt spennandi á sjá t.d. risapolla og risaklaka.

Veðrið hefur nú reyndar verið allskonar í janúar og ekki alltaf viðrað til útiveru. Þá er nú gott að hafa salinn til að hreyfa sig í og stundum eru líka gerðar þrautabrautir inn á deildum til að koma til móts við hreyfiþörf barnanna.

Og stundum náum við okkur í snjó inn ef við komumst ekki út til að leika okkur í honum :)

Allskonar kubbar eru ávallt mjög vinsælt leikefni hjá okkur. Byggðar eru hinar ýmsu byggingar og skemmtilegir leikir í kringum kubbaleikinn þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín.

En stundum er bara skemmtilegast að leika með dótakassana ;)

Málörvun er alltaf mikilvægur þáttur hjá okkur og þar koma ýmis góð spil að góðum notum.

Þar þurfum við líka að æfa okkur í að skiptast á og taka tillit til annarra sem er einnig aldeilis mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu og lífinu.

Á bóndadaginn héldum við smá þorrablót, fengum grjónagraut og þorrasmakk í matinn. Börnin útbjuggu sér víkingahjálma til að hafa á þorrablótinu.

Einn nemandi af Sjónarhóli dvaldi í útlöndum í janúar. Hann var svo með myndasýningu og fræddi félaga sína um ýmislegt sem hann hafði gert og séð á sínum ferðum.

Skemmtileg og fróðleg stund fyrir bæði börn og kennara.

Við fylgdumst líka með Íslenska handboltalandsliðinu gera góða hluti.

ÁFRAM ÍSLAND

© 2016 - 2024 Karellen