Karellen
news

Nóvemberfréttir

10. 12. 2021

Tíminn flýgur áfram og bara strax kominn desember með allri sinni gleði og ljósadýrð.

En hérna kemur smá innlit inn í hvað við höfðum fyrir stafni í nóvember.

Síðustu vinnustundirnar fyrir jólafrí voru í lok nóvember.

Hér eru myndir úr tónlistarstund þar sem börnin eru í leik sem heitir " Hafið er svo rólegt" mjög skemmtilegur leikur sem við fundum á síðu sem heitir bornogtonlist.net en þar er hægt að fá margar góðar hugmyndir af leikjum og söngvum fyrir börn.

Embla okkar sem vinnur á Sjónarhóli skellti sér út að keppa með Íslenska körfuboltalandsliðinu og höfðum við Íslandsþema í tilefni af því, æfðum okkur í víkingaklappinu og sendum landsliðinu góða strauma.


Snjórinn gladdi okkur í útiverunni, alltaf mikið sport að geta farið út að renna og búa til snjókarla.

Göngutúrar eru líka alltaf skemmtilegir.

Kattholtið fékk sér göngutúr og kíkti við í gluggaheimsókn(eins og allir þekkja svo vel núna á Covidtímum) á dvalarheimilið.

Í valtímanum okkar sem er bæði fyrir og eftir hádegi er ávallt vinsælt að fara í hlutverkaleiki. Skella sér t.d. í búning og fara í hin ýmsu hlutverk og leiki með vinum sínum.

Börnin eru líka mjög áhugasöm við ýmis fínhreyfiverkefni. T.d. perla, mála og leira.

Málörvun er ætíð mjög mikilvæg hjá okkur.

Leggjum áherslu á lestur bóka, söng, ýmis góð spil, spjalla um heima og geima við börnin og fl.

Hér er mynd úr góðri samveru á Kattholti þar sem hin sívinsæla saga um geiturnar þrjár var á dagskrá.

Og hér eru myndir úr skemmtilegri stund þar sem börnin eru að spila spil sem heitir "Jeepers peepers".

Þar þurfa börnin að spyrja spurninga til að komast að því hvað er á myndinni þeirra. t.d. "er ég farartæki" "er ég lítill hlutur" "er ég mjúkur hlutur" og fleiri þess háttar spurningar. Svo geta hin börnin gefið vísbendingar.

Mjög skemmtilegt spil og nýtist vel í góða málörvunarstund.

Við enduðum þennan mánuð svo á eldvarnarviku.

Fræddumst um eldvarnir og gerðum ýmis verkefni tengd því, lögðum neyðarnúmerið 112 á minnið og fengum mjög góða heimsókn frá slökkviliðinu.

Fórum út á bílaplan og fengum að skoða slökkvibílinn vel og meira segja fara inn í hann:)

Á föstudeginum var vasaljósadagur og við höfðum kósý jólasöngstund með arineld og vasaljósum.

Málhljóð Lubba í eldvarnarvikunni var E og var því tilvalið að gera eld-E.

Ýmis verkefni voru unnin eldvarnarvikunni.

Nóvember var eins og þið sjáið ljómandi góður hjá okkur.


© 2016 - 2022 Karellen