Karellen
news

Októberfréttir

04. 11. 2021

Bleiki liturinn hefur fengið að vera í aðalhlutverki í þessum mánuði og sérstaklega þann 15. október.

Við fengum bleika mjólk á grautinn okkar og bleikt vatn að drekka.

Máluðum og teiknuðum með bleiku, leiruðum með bleikum leir og lékum með bleik hrísgrjón og fleira í þessum dúr.


Elstu börnin hjá okkur sem við köllum oft skólahóp glöddust mikið þegar þau fengu að fara í íþróttahúsið.

Þau fara í íþróttahúsið með rútu eftir hádegismatinn annan hvern miðvikudag.Skólahópurinn fékk svo heimsókn frá Bjarna slökkviliðsstjóra sem fræddi þau um eldvarnir og sýndi þeim myndband með Loga og Glóð, sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins.

https://www.youtube.com/results?search_query=logi+og+gl%C3%B3%C3%B0


Í vinnustundum er börnunum skipt í fámenna hópa og við nýtum t.d. salinn í hreyfistund, listakrókinn í allskonar listsköpun og einnig er farið í vettvangsferðir.


Stundum er verður frágangurinn í listakrók skemmtilegastur ;)

Í þessari stund lærðum við t.d. helling um litablöndun þegar litirnir blönduðust saman í vatninu.


Veröldin er aðeins stærri en leikskólalóðin :)


Lubbi brasaði ýmislegt með okkur í þessum mánuði.

Hann er svo duglegur að gera eitthvað skemmtilegt með okkur.Vináttubangsinn Blær er líka duglegur gera ýmislegt skemmtilegt með okkur og fræða okkur um vináttuna.Við förum út að leika á hverjum degi og oft tvisvar á dag.

Við verðum oft mjög skítug í útiverunni og þá getur verið gott að geta skolað alla áður en farið er inn.


Við enduðum þennan mánuð svo á náttfata og hrekkjavökudegi. Börnin völdu hvort þau mættu í búning eða náttfötum. Við vorum með ball í salnum og skemmtum okkur vel.

Við gleymdum okkur svo í gleðinni að við gleymdum alveg að taka myndir af því.© 2016 - 2022 Karellen