Karellen

Hvað er „Leiðtoginn í mér“ (The Leader in Me)

Leiðtoginn í mér (LÍM) er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“. Í LÍM er markvisst unnið að því að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Tilgangurinn er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. LÍM snýst ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra, hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða sá besti sem hann getur orðið. Í grunninn byggir LÍM upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks/kennara.

Eins og toppur á tré er persóna okkar það fyrsta sem aðrir sjá. Þó að ímynd, hæfni og greind hafi áhrif á árangur okkar, liggur skilvirkni okkar aðallega í sterkum persónuleika eða í rótunum eins og hjá trénu.

Sjö venjur til árangurs byggjast bæði á hæfni og persónuleika sem ákvarðar persónulegan og faglegan ávinning eins og fram kemur á þessari mynd sem sýnir hvernig venjurnar þróast frá persónulegum sigrum til sjálfstæðis og að samvirkni.

Nánar:

Grunnur fyrir venjurnar 7: grunnur.pdf

Venja 1 - Taktu af skarið: venja 1.pdf

Venja 2 - Í upphafi skaltu endinn skoða: venja 2.pdf

Venja 3 - Forgangsraðaðu: venja 3.pdf

Tilfinningabankinn: tilnningabankinn.pdf

Venja 4 - Sigrum saman: venja 4.pdf

Venja 5 - Skilningsrík hlustun: venja 5.pdf

Venja 6 - Samlegð: venja 6.pdf

Venja 7 - Ræktaðu sjálfa/n þig: venja 7.pdf

Einkunnarorð leikskólans sjálfstæði, virðing og gleði endurspeglast í venjunum sjö á þann hátt að:

venja eitt, tvö og þrjú leiða til sjálfstæðis,

venja fjögur og fimm fela m.a. í sér virðingu,

venja sex og sjö leiða til gleði og vellíðunar.

Í leiðtogaverkefninu er unnið með áhrifahringurinn en hegðun okkar byggist á ákvörðunum og gildum okkar en ekki aðstæðum. Hugtakið áhrifahringur (e. Circle of influence) er notað um það sem við höfum áhrif á (inni í hringnum) og það sem við höfum ekki áhrif á (fyrir utan hringinn). Til dæmis láta sumir veðrið (aðstæður) hafa áhrif á skap sitt, ef veðrið er slæmt er viðkomandi í slæmu skapi. En veðrið er ekki inni í áhrifahringnum því ekki er hægt að hafa áhrif á það, en einstaklingur getur haft áhrif á það hvernig hann bregst við veðrinu, búið til sín eigin gildi gagnvart veðrinu (ég ætla ekki að láta veðrið hafa áhrif á mig). Við sjálf höfum frumkvæði og ábyrgð á að láta hlutina gerast. Hér er hægt að sjá áhrifahringinn ahrifahringurinn .pdf

Verkáætlun fyrir leiðtogaverkefnið skólaárið 2021-2022 :

verkaetlun haust 22.pdf

Nánar: http://www.theleaderinme.org/what-is-the-leader-in-me/.

© 2016 - 2024 Karellen