Karellen

Venja 1 - Taktu af skarið

Taktu frumkvæði – þú hefur val

 • Ég ræð sjálf/ur yfir mínu lífi
 • Ég ber ábyrgð á minni hamingju
 • Ég get valið hvernig ég bregst við og hvernig ég kem fram
 • Ég vel hvað ég geri og stjórna skapi mínu
 • Ég ásaka ekki aðra fyrir mín mistök
 • Ég geri það sem er rétt, jafnvel þegar enginn sér

Venja 2 - Í upphafi skal endinn skoða

 • Ég set mér markmið
 • Ég geri það sem ég tel að sé mikilvægt núna og fyrir framtíð mína - það skiptir máli
 • ÉG stoppa og hugsa áður en ég framkvæmi
 • Ég hugsa um jákvæðar og neikvæðar afleiðingar áður en ég framkvæmi
 • Ég er mikilvæg/ur og stuðla að betra andrúmslofti í skólanum
 • Ég leita leiða til að vera góður félagi og vinur

Venja 3 - Forgangsraðaðu

 • Ég nota tíma minn þannig að ég geri fyrst það sem er mikilvægast
 • Ég skipulegg mig og tileinka mér sjálfsaga
 • Ég met hvað er mikilvægast að gera og í hvaða röð
 • Ég geri það sem er mikilvægast í sambandi við áætlanir mínar

Venja 4 - Sigrum saman

 • Ég vil að öllum gangi vel
 • Ég er glöð/glaður ef öðrum gengur vel
 • Ég hugsa í lausnum fyrir mig OG aðra
 • Ég bý yfir tillitsemi og kjarki til að finna sameiginlega lausn
 • Ef upp kemur ósætti eða vandamál leita ég leiða til þess að við getum sigrað saman

Venja 5 - Skilningsrík hlustun

 • Ég reyni fyrst að skilja og geri mig svo skiljanlega/n
 • Ég hlusta á hugmyndir annarra
 • Ég reyni að sjá hlutina frá sjónarhóli annarra og skilja tilfinningar þeirra
 • Ég hlusta á aðra án þess að trufla
 • Ég þori að deila skoðunum mínum á rólegan og yfirvegaðan hátt
 • Ég reyni að skilja sjónarhorn annarra og ber virðingu fyrir því
 • Ég hlusta með eyrum, augum og hjarta


Venja 6 - Samlegð

 • Ég fagna ólíkum styrkleikum annarra og vil læra af þeim
 • Mér semur vel við aðra, einnig þá sem eru ekki eins og ég
 • Ég met fjölbreytileikann í hópnum
 • Ég hlusta á hugmyndir annarra og með því að vinna saman getum við fengið betri hugmyndir
 • Ég reyni ávallt að finna nýja sameiginlega valkosti
 • Ég veit að saman getum við meira

Venja 7 - Ræktaðu sjálfa/n þig

Hugsaðu vel um sjálfan þig

 • Ég leita í aðstæður þar sem ég eflist og byggist upp á jákvæðan hátt
 • Ég borða rétt, þjálfa og fá nægan svefn
 • Ég ver tíma með fjölskyldu minni og vinum
 • Ég nýt þess að hjálpa fólki og hugsa um aðra
 • Ég tileinka mér hinar venjurnar og læri í hinum ýmsu aðstæðum

© 2016 - 2022 Karellen