Karellen

Í lögum um leikskóla segir "kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla".


Í foreldraráði fyrir skólaárið 2023-2024 eru 3 foreldrar ásamt leikskólastjóra.

Þeir eru:

  • Inga Berta Bergsdóttir, móðir Indíönu Sólar á Sjónarhóli. Netfang: ingaberta96@gmail.com
  • Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, móðir Kristmars Vals á Sjónarhóli og Þórdísar Hrefnu á Kattholti. Netfang: gudridurhlif@gmail.com
  • Hafdís Lára Halldórsdóttir, móðir Bryndísar Örnu á Sjónarhóli og Aldísar Jónu á Kattholti. Netfang: hafdis97@gmail.com

Foreldraráð leikskólans Klettaborgar

Foreldraráðið starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008.

1. Hlutverk foreldraráðs

Að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr. um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.

2. Kosning fulltrúa

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Stefna skal að því að foreldrar barna af öllum deildum leikskólans séu í ráðinu.

Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði, hann stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.

Starfsreglur - helstu verkefni foreldraráðs Klettaborgar:

- fjallar um skólanámskrá, skóladagatal, starfsáætlun, fjárhagsáætlun og aðrar áætlanir um leikskólastarfið, veitir umsögn sé þess óskað

- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á starfsemi leikskólans og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar

- gefur umsögn um ýmis málefni sé þess óskað

- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda

- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni leikskólans og tengsl hans við grenndarsamfélagið

- fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða kennara leikskólans

- skipar ritara sem sér um að rita fundargerðir á foreldraráðsfundum, leikskólastjóri birtir fundargerðir á heimasíðu leikskólans

- vinnur að auknu samstarfi við foreldraráð annarra leikskóla í Borgarbyggð.

Fulltrúum í foreldraráði er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli málsins.

Foreldraráð starfar að jafnaði frá september-maí, heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skylt er að kalla saman fund ef þrír eða fleiri foreldraráðsmenn óska þess.

Foreldraráð skal setja sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn, m.a. um tíðni funda, boðun þeirra og undirbúning. Leikskólastjóri boðar reglulega til funda.

Fulltrúi úr foreldraráði skal sitja fundi fræðslunefndar þegar foreldrafulltrúi á að vera frá Klettaborg.



© 2016 - 2024 Karellen