Karellen

Leikskólinn Klettaborg 1978-2008.

1978 Núverandi húsnæði leikskólans er tekið í notkun 11. október á afmæli Svövu Gunnlaugsdóttur leikskólastjóra og afmæli Húnboga Þorsteinssonar sveitarstjóra. Leikskóli hafði áður verið rekinn í Svarfhóli frá árinu 1975.

Í leikskólanum eru 2-6 ára börn á tveimur deildum, Rauðu og Grænu deild. Lokað er í hádeginu, börnin eru annað hvort fyrir eða eftir hádegi og koma með nesti.

1981 Ásdís Baldvinsdóttir tekur við sem leikskólastjóri.

1984 Hörður Jóhannsson (Hölli) ákveður að gefa leikskólabörnunum mjólk að drekka með nestinu, eftir það þurfa börnin ekki að koma með safa að heiman. Bærinn sér um þennan rekstrarlið síðar og foreldrar greiða mjólkurgjald.

1985 Foreldrar smíða hús og bíl á útileiksvæðið. Foreldrafélag leikskólans er stofnað um svipað leyti.

Skipulagt hópastarf (þemavinna) byrjar.

1988 Haldið uppá 10 ára afmæli leikskólans. Sparisjóðurinn gefur börnunum stuttermaboli.

1991 Kristín Anna Stefánsdóttir tekur við stöðu leikskólastjóra og er til 1993, þá tekur Ásdís aftur við stöðunni.

Viðbygging tekin í notkun sem inniheldur eldhús og þriðju deildina. Nýja deildin fær nafnið Gula deild og er svokölluð heilsdagsdeild fyrir börn sem eru allan daginn. Arngerður Sigtryggsdóttir (Gerða) er ráðin sem matráður og börn á Gulu deild fá hádegismat. Börnin hætta að koma með nesti og fá morgunmat og síðdegishressingu.

Leikskólinn fær nafnið Klettaborg við hátíðlega athöfn í október.

1992 Skólahópar byrja einu sinni í viku fyrir elstu börnin.

Fyrsta fréttabréfið kemur út, fær nafnið “BROS”.

Klettaborg fær viðurkenningu sem reyklaus vinnustaður.

1995 Val byrjar; börnin velja skipulega á milli valsvæða, ákveðið mörg á hvert svæði.

Gleðivika í fyrsta sinn, lögð áhersla á litina.

Elstu börnin formlega útskrifuð að vori, bjóða foreldrum á skemmtun, hefur verið árlega síðan.

Foreldraskemmtanir haldnar í fyrsta skipti, þar sem börnin sýna söng- og leikatriði, hefur síðan verið árlega í nóvember.

1997 Steinunn Baldursdóttir tekur við sem leikskólastjóri.

Boðið uppá sveigjanlegan dvalartíma, 4-9,5 klst. á dag.

Deildarforeldrafundir haldnir að hausti.

Tákn með tali (TMT) notað markvisst á öllum deildum

Fréttabréfið “BROS” gefið út fjórum sinnum á ári, að auki fréttaskot í júní, hefur síðan verið gert árlega.

Danskennsla í boði foreldrafélagsins, hefur síðan verið árlega

1998 Skipt um heiti á deildum; Gula deild fær nafnið Ólátagarður, Rauða deild Sjónarhóll og Græna deild Kattholt.

20 ára afmæli leikskólans fagnað með ferð í Húsdýragarðinn. Jón Einarsson semur “Viðerum kátir krakkar” og “Borgarnes er bærinn minn” í tilefni af afmælinu.

Leikskólastjóri fær tölvu til notkunar á skrifstofu.

Ritmálið gert sýnilegt.

1999 Formlegt samstarf hefst við grunnskólann, börnin fara í heimsóknir í grunnskólann á vorönn.

Útileiksvæði endurbætt.

Foreldrakönnun gerð í fyrsta sinn, síðan gerð 2003, 2006 og 2008.

2000 Söngbók gefin út, foreldrafélagið tekur þátt í útgáfunni.

Skólanámskrá gefin út í fyrsta sinn, endurskoðuð 2002, 2004 og 2007.

Börnum í hádegismat fjölgar og borðað er á öllum deildum. Ráðin aðstoðarmanneskja í eldhús fyrir hádegi.

2001 Fjórða deild leikskólans opnar í Mávakletti 14, er fyrir yngstu börnin 2-3 ára. Kristín Anna Stefánsdóttir er aðstoðarleikskólastjóri í Mávakletti.

2002 Skipulagt hópastarf endurskoðað og nefnist vinnustundir þar er unnið eftir námssviðum samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla.

Farið með elstu börnin í útskriftarferð í Vatnaskóg, hefur síðan verið árlega.

Stelpu- og strákadagar í salnum.

Heimasíða tekin í notkun, Ágústa Kr. Bjarnadóttir hannar.

Útskrift elstu barna haldin í félagsmiðstöðinni Óðali.

Brunaáætlun gerð í samstarfi við slökkviliðsstjóra.

Ragnhildur Hallgrímsdóttir aðstoðarleikskólastjóri hefur umsjón með sérkennslu.

Framkvæmt innra mat og aftur 2004.

Skóladagatal fyrir ágúst-júní gefið út í fyrsta sinn, hefur síðan verið árlega.

2003 Dagskipulagið endurskoðað og breytt til að auka vægi frjálsa leiksins.

Byrjað að kenna námsefnið “Stig af stigi”.

Merki “logo” fyrir leikskólann tekið í notkun, Ágústa Kr. Bjarnadóttir hannar.

Leikskólinn fær fulltrúa í fræðslunefnd.

2004 Sumarhátíð haldin í fyrsta sinn, hefur síðan verið árlega.

Byrjað að nota HLJÓM-2 til að kanna hljóðkerfisvitund elstu barnanna, gert árlega í október.

Viðbygging tekin í notkun sem inniheldur eldhús, skrifstofu, kaffistofu, listakrók og stærri sal. Inngangi foreldra og barna breytt, nú gengið í gegnum garðinn.

Menntamálaráðuneytið framkvæmir ytra mat.

2005 Í vinnustundum er byrjað að vinna með Könnunarleikinn (Heuristic Play with Objects) með yngri börnum og Könnunaraðferðina (The Project Approach) með eldri börnum.

Elstu börnin hætta að vera í hvíld í hádeginu, eru í rólegri stund að lesa, púsla o.fl.

Eldvarnavika í fyrsta sinn, síðan árlega í nóvember.

2006 Farið að nota tölvu í starfi með börnum inná deildum.

. Byrjað að hafa ávaxtatíma daglega.

“Gleðidagur” er síðasta föstudag í hverjum mánuði með einhvers konar tilbreytingu.

Staða aðstoðarleikskólastjóra og sérkennslustjóra aðskilin. Ragnhildur Hallgrímsdóttir er sérkennslustjóri og Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri.

Bílastæðið endurnýjað og malbikað.

2007 Fjórða deildin Mávaklettur lokar. Deildirnar aldursskiptar, yngstu börnin eru á Ólátagarði.

Áfallaáætlun gefin út.

Aldur barna lækkaður í 18 mánaða, dagskipulagið endurskoðað og aðlagað að breyttum aðstæðum.

Útileiksvæði skipt í tvennt, fyrir yngri og eldri börn.

Foreldrahandbók gefin út.

2008 Tónmenntakennari Sigrún Katrín Halldórsdóttir (Rúna) ráðin í 15% starf, er með vinnustundir á fimmtudögum.

Farið að senda tilkynningar til foreldra með tölvupósti.

Leikskólakerfið Brák tekið í notkun, inniheldur biðlista, börn í dvöl, gjaldalista o.fl.

Innleiðing á samningsstjórnun sem mun verða grundvallarþáttur í stjórnsýslu Borgarbyggðar.

Hádegisfundur í apríl með foreldrum elstu barna.

Leikskólinn málaður að utan, skipt um glugga og þakrennur. Svæði við starfsmannainngang snyrt og lagað.

Dvalarsamningur milli foreldra og leikskóla tekinn í notkun.

30 ára afmæli leikskólans fagnað með afmælisveislu; veitingar, kór leikskólans syngur, “Númi á ferð og flugi” í boði foreldrafélagsins, gamlar myndir, video o.fl. frá liðnum árum.

Ný heimasíða tekin í notkun.

Eftirtaldir starfsmenn hafa starfað í leikskólanum í yfir 20 ár:

Ásdís Baldvinsdóttir (1979)

Halldóra Jónasdóttir (1985)

Arngerður Sigtryggsdóttir (1986)

Kristín Anna Stefánsdóttir (1987)

Eftirtaldir starfsmenn hafa starfað í leikskólanum í yfir 10 ár:

Ólöf S. Sumarliðadóttir (1993)

Steinunn Baldursdóttir (1995)

Helga Georgsdóttir (1995)

Ragnhildur Hallgrímsdóttir (1996)

Ingveldur Einarsdóttir (1998)

Aðrir starfsmenn í október 2008:

Anna Baldursdóttir (1999)

Rannveig Finnsdóttir (1999)

H. Thelma Ómarsdóttir (1999)

Guðbjörg Hjaltadóttir (2000)

Margrét Eggertsdóttir (2000)

Sigurbjörg Ólafsdóttir (2000)

Elín Guðmundsdóttir (2001)

Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir (2003)

Ágústa Hrönn Óskarsdóttir (2003)

Gunnur Björk Rögnvaldsdóttir (2005)

Freyja Guðjónsdóttir (2006)

Gudrún Fjeldsted (2006)

Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir (2006)

Dóróthea Elísdóttir (2007)

Þuríður Helgadóttir (2007)

Sigrún K. Halldórsdóttir (2008)

Hugrún A. Kristmundsdóttir (2008, 1997-2005)

Svanhildur M. Ólafsdóttir (2008, 2000-2005)

Október 2008


Unnið er að uppfærslu frá 2008 - 2018.

© 2016 - 2024 Karellen