Karellen

Leikskólinn Klettaborg er staðsettur að Borgarbraut 101 í Borgarnesi. Leikskólinn er 3ja deilda fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Á Ólátagarði eru yngstu börnin, á Kattholti eru 2-4 ára börn og á Sjónarhóli eru 4-6 ára börn. Sveigjanlegur dvalartími er á öllum deildum.

Leikskólinn Klettaborg starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008. Lögin kveða á um að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri. Jafnframt starfar leikskólinn eftir Skólastefnu Borgarbyggðar skólastefna borgarbyggðar 2016-2020.pdf

Leikskólinn gefur út foreldrahandbók sem foreldrar fá við upphaf leikskólagöngu, þar eru helstu upplýsingar um leikskólann og leikskólastarfið. foreldrahandbok.pdf

Sótt er um leikskóladvöl á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

© 2016 - 2022 Karellen