news

MYNDIR ÚR GLEÐIVIKUNNI

19. 03. 2021

Það er aldeilis búið að vera gaman hjá okkur í GLEÐIVIKUNNI

Hér getið þið séð smá sýnishorn af því sem búið er að bralla í Klettaborginni okkar í vikunni.

Á mánudeginum var gulur dagur og rugludagur. Við fengum t.d. gult vatn og borðuðum hafragrautinn af kökudiskum ;)

Á Kattholti var sjávardýraland, þar sem hægt var að sulla að vild.

Svo var líka hægt að skella sér til sólarlanda á Kattholti og var það einkar vinsælt meðal barnanna.

Þarna var mikið líf og fjör eins og oft er í sólarlandarferðum :)

Á miðvikudeginum var stafadagur. Þá unnum við ýmis stafaverkefni, bjuggum til stafakórónur á Sjónarhóli, lásum bækur t.d. Stafakarlana, bökuðum stafabrauð sem við borðuðum með súpunni í hádeginu.

Í salnum var ýmislegt í boði, t.d. þrautabraut, jóga, ball og allskonar hreyfing og fjör.

Á Sjónarhóli var föndurland og voru margir listamenn sem litu þar við og unnu að flottum listaverkum.

Samverustundir með söng og lestri bóka voru svo auðvitað á sínum stað eins og venjulega.


Þökkum kærlega fyrir góða GLEÐIVIKU

En hér mun gleðin ríkja áfram þó GLEÐIVIKAN sé á enda :)


Þar er gott að vera sem gleðin býr,

þar sem gerast sögur og ævintýr.

Svona er veröldin okkar

sem laðar og lokkar,

svo ljúf og hýr.

Lítill heimur, ljúfur hýr,

lítill heimur, ljúfur hýr,

lítill heimur, ljúfur hýr,

eins og ævintýr.

(Lítill heimur. Lag/text: erlent lag/ Friðrik Guðni Þórleifsson)


© 2016 - 2021 Karellen