Karellen

Í Klettaborg er verið að innleiða vináttuverkefni Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Fri for mobberi er einnig til fyrir yngstu bekki grunnskóla í Danmörku.

Mikil ánægja hefur verið með verkefnið og rannsóknir í Danmörku leiða í ljós mjög góðan árangur af notkun þess.

Vinátta eða Fri for mobberi byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.

Verkefnastjóri Vináttu er Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri, margret@barnaheill.is.

Leikskólar sem vilja nota efnið þurfa að fara á námskeið til að fá leyfi til að nota það.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á slóðinni: http://www.barnaheill.is/vinatta/

Vinatta cover1

© 2016 - 2024 Karellen