news

Nóvemberfréttir :)

12. 11. 2020

Á þessum skrítnu tímum sem við upplifum núna er bara allt gott að frétta af okkur í Klettaborginni :)

Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og takmarkanir gengur lífið sinn vanagang hér hjá börnunum sem una sér áhyggjulaus við leik með félögum sínum og þannig viljum við einmitt hafa það.

Við höldum okkar daglega skipulagi og allir leggjast á eitt við að allt gangi sem best og öruggast fyrir sig.


Veðrið í haust hefur sannarlega verið í liði með okkur og viðrað einkar vel til útiveru.

Kennarar hafa verið duglegir að fara með hópa í vettvangsferðir út fyrir skólalóðina, mislangt eftir aldri og getu barnanna.

Það styrkir þol og úthald að ganga rösklega og gaman að skoða nærumhverfið sitt.

Málörvun er stór þáttur í starfi okkar og leggjum við áherslu á samverustundir þar sem við lesum bækur, syngjum og förum í allskyns málörvandi leiki.

Hér sjáið þið mynd af flottri samverustund á Kattholti

Lubbagöngutúrar eru einnig alltaf skemmtilegir, en þá fara börnin um nærumhverfið og leita af málhljóði vikunnar og leika sér með það á fjölbreyttan hátt úti í náttúrunni.

© 2016 - 2021 Karellen